Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fulltrúar flugfélagsins Emirates hafa að undanförnu kannað möguleika á að tengja Ísland við risastórt leiðakerfi sitt sem teygir sig um allar hinar byggðu heimsálfur.
Emirates er m.a. með 111 A380 breiðþotur í sinni þjónustu. Það eru stærstu farþegaþotur heims.
Emirates er m.a. með 111 A380 breiðþotur í sinni þjónustu. Það eru stærstu farþegaþotur heims.

Emirates, ríkisflugfélagið í Dúbaí, hefur sent fulltrúa sína hingað til lands til að kanna möguleika á því að bæta Íslandi inn í leiðakerfi sitt sem rekur sig milli 138 áfangastaða í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralíu. Þannig hafa fulltrúar fyrirtækisins átt fundi með fyrirtækjum sem koma að innviðum fluggeirans á Íslandi. Þó hefur flugfélagið, samkvæmt upplýsingum frá Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, ekki átt fundi með Emirates vegna þessa.

Dúbaí-flugvöllur, sem er heimahöfn Emirates, er einn stærsti flugvöllur heims og um hann fara tæplega 90 milljónir farþega á hverju ári. Þaðan liggja flugleiðir Emirates allt til vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles, San Francisco og Seattle, til Santiago í Síle og Bueones Aires í Argentínu, til Höfðaborgar í Suður-Afríku og Dakar í Senegal, Tókýó, Osaka og Nagoya í Japan, Christchurch og Auckland á Nýja-Sjálandi og Melbourne auk fjögurra annarra áfangastaða í Ástralíu. Þá

...