Halla Signý Kristjánsdóttir
Halla Signý Kristjánsdóttir

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hugsanleg kaup erlends aðila á Vigur í Ísafjarðardjúpi eru áhyggjuefni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þegar eyjan var fyrst auglýst til sölu á síðasta ári varpaði Halla Signý fram þeirri hugmynd að ríkið keypti staðinn, enda hefði hann mikið gildi fyrir arfleifð, menningu og sögu Vestfjarða.

Tillögu þessa segir þingmaðurinn hafa fengið lítil viðbrögð, en málið hafi þó verið skoðað og rætt á vettvangi sveitarstjóra vestra. Megi þar þó nefna að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skoraði í ályktun síðasta vetur á umhverfis- og auðlindaráðherra og ríkisstjórn Íslands að freista þess að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi og tryggja þannig aðgengi að henni.

„Ég veit að sveitarfélög hér á norðanverðum Vestfjörðum hafa skoðað hugsanleg kaup á Vigur og eru full áhuga. En hvort þau keppi við erlenda auðjöfra veit

...