Fjara Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn bar að garði í gær.
Fjara Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn bar að garði í gær. — Ljósmynd/David Schwarzhans

Teitur Gissurarson

teitur@mbl.is

Tugi grindhvala rak á land í Löngufjörur á Vesturlandi, en þyrluflugmaður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Helicopters og bandarískir ferðamenn í ferð með honum tóku eftir hvölunum í útsýnisflugi í gær. Af myndum sem náðust af hvölunum að dæma voru þeir allir dauðir.

Erfitt er að áætla nákvæmlega hvað veldur því að grindhvalirnir enda þarna uppi í fjörunni en viðlíka hegðun er vel þekkt í Nýja-Sjálandi, að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings og hvalasérfræðings. Mögulegt er að áætla hversu lengi hvalirnir eru búnir að liggja í fjörunni ef hræin eru rannsökuð, en það hafði ekki verið gert í gærkvöld. „Líklegast hafa þeir komið þarna upp í síðasta áfallanda, en svo þarf bara að meta líkamsástandið. Það sést fljótt hvort hræin eru sólbrunnin og hvort það er einhver rotnun komin, hvort fuglar eru farnir að pikka í hræin.“

...