Eftir Ellert B. Schram: „Hér er ekki um það að ræða að félagið eða einhverjir séu að selja til að græða heldur reyndust útreikningar á kostnaði hærri en upp var gefið þegar íbúðirnar áttu að afhendast.“
Ellert B. Schram
Ellert B. Schram

Það hefur gengið ýmislegt á síðustu dagana í málefnum Félags eldri borgara í Reykjavík og fjölmiðlar hafa verið duglegir að hringja og birta fréttir af stöðunni sem snýr að sölu íbúða í Ásgarði og verði þeirra, til kaupenda. Hér er um að ræða íbúðir sem verktakar Mótex hafa byggt fyrir FEB. Málið snýst um það að búið var að verðsetja íbúðirnar og tilkynna hverjir valdir voru til kaupa. Byggingarnefnd FEB gaf út verðið og við í stjórninni vissum ekki betur en að þær tölur væru bundnar við kostnað bygginganna. Sem ekki reyndist nægilegt þegar upp var staðið. Það vantaði fjögur hundruð milljónir króna til að endar næðu saman. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Félag eldri borgara hefur tekið að sér að sækjast eftir lóðum til að koma til móts við eldri borgara og selja þeim á kostnaðarverði, sem oftast er mun lægra en markaðsverð. Með öðrum orðum hefur það aldrei vakað fyrir okkur að græða á byggingum, heldur hitt að þjóna kröfum og þörfum eldri borgara til

...