Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason alþingismaður fékk í liðinni viku langt svar frá utanríkisráðherra við fyrirspurn í fjórtán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vekur athygli, ekki síst vegna þess að svarið sárvantaði. Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónarmiðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orkumarkaðarins þegar og ef fjórði orkupakkinn verður innleiddur?“

Utanríkisráðherra svaraði þessu ekki en rakti eitthvað um gerðir sem birtar hafa verið og aðrar sem ekki hafa verið samþykktar og birtar. Þá sagði hann íslensk stjórnvöld „fylgjast náið með þróun framangreindra mála“ og að náið samstarf sé við „norsk stjórnvöld þegar kemur að orkumálum almennt“ sem óhætt er að segja að sé ekki mjög gæfulegt, auk þess sem það svarar í engu því sem spurt var um.

Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir

...