Helga Brynjólfsdóttir fæddist á Akureyri hinn 30. janúar 1937. Hún andaðist 22. júlí 2019 á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Helga var yngst þriggja dætra, dóttir hjónanna Þórdísar Haraldsdóttur og Brynjólfs Sveinssonar yfirkennara við Menntaskólann á Akureyri. Systur hennar eru Ragnheiður, f. 1931 (látin), og tvíburasystirin Bryndís, f. 1937. Ragnheiður var gift Jóni Níelssyni skurðlækni, f. 1931 (látinn). Ragnheiður og Jón eignuðust þrjú börn: 1) Brynjólf Þór, f. 1956. 2) Þorbjörn lækni, f. 1960, og 3) Helgu Bryndísi gæðafulltrúa, f. 1967. Barnabörn þeirra og ömmusystkinabörn tvíburanna eru fimm; Jón, María, Haukur, Ragnheiður og Níels Thibaud.

Helga lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1957 og mestallan hluta starfsævinnar vann hún við bankastörf. Útför Helgu fór fram í kyrrþey.

Sofðu vært, sofðu rótt,

hina síðustu nótt.

Burt úr þjáning og þraut

...