Þingmenn allra flokka í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um óháða úttekt á Landeyjahöfn. Þar kemur fram að úttektinni skuli lokið eigi síðar en í lok mars 2020. Með þingsályktunartillögunni er óskað sérstaklega eftir því að svarað verði spurningum um það í fyrsta lagi hvort hægt er að gera þær úrbætur á höfninni að dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi.

Í annan stað í hverju slíkar úrbætur fælust og hver áætlaður kostnaður væri. Í þriðja lagi, að ef slíkar úrbætur þættu ekki gerlegar, tæknilega eða fjárhagslega, til hvers konar dýpkunaraðgerða þyrfti þá að grípa til að halda höfninni opinni árið um kring.

Biðin eftir Landeyjahöfn var löng, en svo fylltist hún sífellt af sandi. Þá var beðið lengi eftir nýrri ferju, sem nú er komin, en áhöld eru um hvort hún getur siglt allt árið, ekki síst ef sigla þarf til Þorlákshafnar.

Verulega vafasamt

...