Í Peking Daxing-flugvöllur gæti reynst aflvaki ferðaþjónustunnar.
Í Peking Daxing-flugvöllur gæti reynst aflvaki ferðaþjónustunnar. — AFP

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir opnun Daxing-flugvallar í Peking fela í sér mikil tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það hafi staðið kínverskri ferðaþjónustu fyrir þrifum að hafa aðeins einn alþjóðaflugvöll í Peking. Með nýja flugvellinum megi efla millilandaflugið.

Zhijian bendir á að tíðni flugferða milli Peking og Norðurlanda hafi verið aukin. Þar sem kínverskir ferðamenn heimsæki gjarnan nokkur lönd í sömu ferðinni muni þessi umferð skapa tækifæri á Íslandi.

Þá muni flug flugfélagsins Tianjin til Íslands, með viðkomu í Helsinki, verða lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna. Flogið yrði frá Wuhan og er rætt um þrjár ferðir á viku.

Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Peking, tekur í sama streng og segir gríðarstóran markað geta opnast íslenskri ferðaþjónustu með því að gera Ísland að tengistöð fyrir Kína á leið

...