Eftir Alfred Bosch: „Grundvallarréttindi eru í húfi í Evrópu og lýðræðislega sinnaðir Evrópubúar geta ekki lengur þagað.“
Alfred Bosch
Alfred Bosch

Þau voru dæmd í 100 ára fangelsi. Það er dómur Hæstaréttar Spánar yfir fyrrverandi ráðherrum í heimastjórn Katalóníu, fyrrverandi forseta þingsins og tveimur leiðtogum frjálsra félagasamtaka. 100 ár fyrir að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er ekki ólöglegt á Spáni samkvæmt spænsku stjórnarskránni; það var sérstaklega tekið út úr hegningarlögum árið 2007. 100 ár fyrir að tjá lýðræðislega afstöðu á friðsamlegan hátt. 100 ár fyrir að leyfa fólki að kjósa, fyrir að standa fyrir umræðum í katalónska þinginu og fyrir að starfa samkvæmt sannfæringu sinni. Þetta fólk, vinir mínir og samstarfsfólk, hefur verið dæmt í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sínar, nú á 21. öldinni. Þetta er að gerast í hjarta Evrópusambandsins, bandalags sem byggist á grundvallarréttindum og frelsi borgaranna. Niðurstaða spænska dómstólsins gefur tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðu lýðræðisins í Evrópu.

Niðurstaða réttarhaldanna, að dæma tíu saklausa einstaklinga

...