Stöðvaður Reynsluboltinn Ildefons Lima stöðvar Alfreð Finnbogason á síðustu stundu við mark Andorra.
Stöðvaður Reynsluboltinn Ildefons Lima stöðvar Alfreð Finnbogason á síðustu stundu við mark Andorra. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

EM 2020

Víðir Sigurðsson

Sindri Sverrisson

Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, virðist eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í vetur: Gera völlinn kláran fyrir umspilsleik 26. mars 2020 og mögulega annan fimm dögum síðar.

Eftir úrslit gærkvöldsins þar sem Kaan Ayhan gerði vonir Íslands um að komast beint á EM karla í fótbolta afskaplega litlar með því að jafna fyrir Tyrki gegn Frökkum, 1:1, á Stade de France á 82. mínútu, virðist umspilið, sem byggist á útkomu Þjóðadeildarinnar, ætla að verða hlutskipti íslenska landsliðsins í baráttu sinni um að komast í lokakeppni EM 2020.

Vissulega er möguleikinn á öðru sæti í H-riðli enn fyrir hendi. En nú eru Tyrkir og Frakkar með fjögurra stiga forskot á Íslendinga þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að Ísland þarf að sigra Tyrkland í Istanbúl 14. nóvember og treysta síðan á að Andorra taki stig af Tyrkjum

...