Meirihlutinn í Reykjavík stendur ekki heill að baki samgöngusamkomulagi

Borgarstjórn samþykkti á þriðjudag samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samþykktin var með minnsta mögulega mun, 12 atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutaflokkanna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna, gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Fyrirvararnir sem settir voru við samkomulagið til að borgarstjórn samþykkti það eru verulegir. Í fundargerð borgarinnar segir að þeir séu eftirfarandi: „Í fyrsta lagi að fallið verði frá öllum fyrirætlunum um flýti- og umferðargjöld, eða svokölluð veggjöld sama hvaða nöfnum þau kunna að nefnast. Í öðru lagi að Keldnaland verði ekki selt til hæstbjóðanda heldur úthlutað til húsbyggjenda, verkamannabústaða og byggingarsamvinnufélaga, þar með talið byggingarsamvinnufélaga leigjenda og annarra

...