Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Það eru innan við tvö ár til næstu kosninga. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á annað en vín í búðir? Það er af nægu að taka.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Veröldin er eins og nótt í Róm. Göturnar liggja hver um aðra þvera, hver veit hvert? Sumir sofa sumir vaka; sumir fæðast aðrir deyja. Þessi lýsing á vel við Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir. Göturnar í flokknum liggja hver um aðra þvera. Svo virðist sem fleiri deyi frá flokknum en þeir sem fæðast til hans. Allt of fáum virðist það ljóst hvert flokkurinn ætlar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur borgaralegra víðsýnna afla og hann má aldrei verða gæsluflokkur sérhagsmuna.

Ef við berum flokkinn saman við áfengi kemur í ljós að styrkleiki flokksins nálgaðist viskí styrkleika fyrir nokkrum árum en nú er flokkurinn kominn niður í styrkleika veikra vína á borð vín frá Porto. Hvað hefur gerst á götum Rómar?

Úr sterku í milt

Það er kunnara en frá þarf að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórnum frá 1991 að undanskildum fjórum árum. Þetta er mesta hagsældartímabil sem...