Á vefnum Sjávarlíf.is má finna stórt safn fallegra ljósmynda af fiskum og furðuverum sem lifa í hafinu umhverfis Ísland.

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Sennilega ver Erlendur Bogason meiri tíma neðansjávar en nokkur annar Íslendingur. Hann starfar jú sem kafari og unir sér hvergi betur en ofan í köldum sjónum með súrefnistankinn á bakinu og froskalappirnar á fótunum. Þegar Erlendur kafar gætir hann þess líka að hafa myndavél við höndina og hefur hann verið iðinn við að festa lífríki hafsins á filmu.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember mun Erlendur kynna merkilegan nýjan myndavef, www.sjavarlif.is, þar sem hann hefur safnað saman bestu myndum sínum af þeim lífverum sem hafa orðið á vegi hans ofan í sjónum.

Erlendur segist hafa langað til að gera myndirnar aðgengilegar almenningi enda ekki að því hlaupið að finna góðar myndir af íslenskum sjávardýrum. „Ég hef geymt myndirnar á hörðum diski uppi í hillu, þar sem þær verða engum að gagni, og vonandi munu þær með þessu móti nýtast nemendum og...