Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, tjá sig í fyrsta sinn um uppljóstrun Wikileaks, Kveiks og Stundarinnar á meintu framferði útgerðarrisans Samherja í...

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, tjá sig í fyrsta sinn um uppljóstrun Wikileaks, Kveiks og Stundarinnar á meintu framferði útgerðarrisans Samherja í Afríkuríkinu Namibíu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þetta að segja: „Það er nú kannski líka það sem er sláandi og svo sem lengi vitað að spillingin í þessum löndum – auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“

Með öðrum orðum er fjármálaráðherra að segja að mögulegt mútubrot, peningaþvætti, skattalagabrot og fleira sem fyrirsvarsmenn Samherja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fátækasta ríki heims, megi rekja til spillts stjórnkerfis þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherrans, ekki á nokkurn hátt

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir