„Að loka manneskju inni í lokuðu fangelsi allan afplánunartímann er slæm hugmynd og ekki líkleg til að betra einstaklinginn,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar, Páll Winkel.
„Að loka manneskju inni í lokuðu fangelsi allan afplánunartímann er slæm hugmynd og ekki líkleg til að betra einstaklinginn,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar, Páll Winkel. — Morgunblaðið/Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Í aldarfjórðung hefur Páll Winkel unnið við löggæslu og kann hann því vel. Sem forstjóri Fangelsismálastofnunar hefur hann látið til sín taka og breytt mörgu til batnaðar. Hann segir innilokun í lokuðu fangelsi ekki bæta nokkurn mann og þótt Páll telji vont fólk vera til segir hann flest fólk gott. Eitt stærsta verkefnið er glíman við eiturlyfin, en um 70- 90% fanga eru í neyslu.

Páll tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Fangelsismálastofnun ríkisins einn fallegan vetrarmorgun. Út um gluggann blasir hafið við og Esjan sem lúrir enn í myrkri handan fjarðarins. Það er stafalogn og frost og sólin er að mjakast upp fyrir fjöllin í austri. Smátt og smátt lætur húmið í minni pokann fyrir deginum sem rís og þá stirnir á steina og strá handan götunnar.

Páll býður til sætis og nær í úrvalskaffi. Hann er reffilegur í eldrauðri skyrtu og brosir breitt þannig að skín