Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Samkvæmt nýrri hagspá Arion banka verður 0,3% hagvöxtur í ár.

Bankinn spáði því í mars að landsframleiðslan myndi dragast saman um 1,9% í ár. Bankinn lækkaði töluna í -0,9% í ágúst og í -0,6% í september. Samkvæmt nýju spánni verður hins vegar hagvöxtur í ár.

Fjallað er um ferðaþjónustuna. Bankinn áætlar að erlendum gestum um Keflavíkurflugvöll muni fækka um 15% í ár en fjölga um 1%, 5% og 4% árin 2020, '21 og '22.

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, segir aðspurð nokkra þætti skýra að bankinn spái nú hagvexti í ár.

Þróunin verið hagfelldari

Í fyrsta lagi hafi staða efnahagsmála þróast með hagfelldari hætti fyrstu 9 mánuði ársins en bankinn vænti. Í öðru lagi hafi innflutningur dregist miklu meira saman en bankinn gerði ráð fyrir. Þannig hafi innflutningur dregist

...