Jóhann Eyfells fæddist í Reykjavík 21. júní 1923. Hann lést í Fredericksburg, Texas, 3. desember 2019. Jóhann var sonur hjónanna Eyjólfs Eyfells, listmálara, f. 6.6. 1886, d. 3.8. 1979, og Ingibjargar Eyfells, handavinnukennara og verslunarkonu, f. 4.12. 1895, d. 24.2. 1977.

Jóhann ólst upp í Reykjavík ásamt systkinum sínum sem eru: Einar Eyfells, f. 12.1. 1921, d. 7.9. 1994, Kristín Eyfells, f. 7.2. 1925, d. 5.5. 1985, og Elín Eyfells, f. 16.11. 1926.

Jóhann kvæntist Kristínu Halldórsdóttur Eyfells í Berkley, Kaliforníu, þann 26. september 1949. Hún var fædd 17.9. 1917, d. 20.7. 2002. Foreldrar hennar voru Halldór Kristinsson, læknir, f. 20.8. 1889, d. 18.6. 1968, og Jenný Jónasdóttir, húsmóðir, f. 29.9. 1895, d. 24.2. 1979.

Jóhann eignaðist son með Auði Halldórsdóttur, handavinnukennara og verslunarkonu, f. 5.11. 1927. Sonur Jóhanns og Auðar er: Ingólfur H. Eyfells, f. 4.1. 1945, maki Hrafnhildur Guðmundsdóttir

...