Kristmundur Bjarnason, rithöfundur, fræðimaður og bóndi á Sjávarborg, fæddist á Reykjum í Tungusveit, Skagafirði 10. janúar 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 4. desember 2019.

Foreldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir og Bjarni Kristmundsson. Kristmundur ólst upp á Mælifelli hjá sr. Tryggva Kvaran og Önnu Gr. Kvaran, frá ungaaldri. Eiginkona hans var Hlíf Ragnheiður Árnadóttir, foreldrar hennar voru Heiðbjört Björnsdóttir og Árni Daníelsson á Sjávarborg, Hlíf lést 16. apríl 2013.

Kristmundur og Hlíf áttu þrjár dætur, þær eru Heiðbjört, f. 1949, Guðrún Björg, f. 1953, og Bryndís Helga, f. 1958.

Kristmundur var þjóðþekktur fyrir ritstörf sín, samdi m.a. Sögu Sauðárkróks, Sögu Dalvíkur, Jón Ósmann, Þorsteinn á Skipalóni, Einbúinn á Amtmannssetrinu og Lífsþorsti og leyndar ástir.

Þau Hlíf bjuggu á Sjávarborg. Í apríl 2013 fluttu þau á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.

...