Eftir Ástu Sigríði Fjeldsted: „Grænar fjárfestingaákvarðanir eru ekki bara „hak í boxið“ heldur eru þær grænt ljós á hagstæða ávöxtun og áhrifamiklar breytingar til framtíðar.“
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted

Hvað sem hverjum finnst um val á manni ársins hjá fréttatímaritinu Times er það staðreynd að þróun loftslagsmála er að mati mjög margra stærsta ógn okkar samtíma. Greta Thunberg er ekki ein um að hafa lýst yfir neyðarástandi. Það hefur Evrópuþingið gert, breska þingið og fleiri, til að undirstrika alvöru málsins. En hversu megnugar eru þessar yfirlýsingar ef orðum fylgja ekki athafnir – og hvað þarf til?

Höfum tvo áratugi

Ísland hefur ekki látið sitt eftir liggja í umfjöllun um loftslagsmál. Allt frá jarðarför íslenska jökulsins Oks sem vakti heimsathygli til aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt metnaðarfullum skrefum einstakra fyrirtækja og sveitarfélaga er ljóst að þessi mál eru varanlega komin á dagskrá. Enda þörf á.

Íslendingar menga mest allra í Evrópu á hvern einstakling og ef horft er einungis til heimilanna hefur losun á hvern einstakling frá íslenskum heimilum

...