Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Reikna má með að komum kínverskra ferðamanna til Íslands muni fjölga mikið á næstu árum. Þetta þykja fjarska góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnulíf enda Kínverjar þekktir fyrir að vera eyðsluglaðir á ferðalögum sínum. Árið 2018 heimsóttu 90.000 Kínverjar Ísland og gistu að jafnaði í sex nætur. Er reiknað með að þeir verði 130.000 talsins á þessu ári og taki fram úr Þjóðverjum sem þriðji stærsti ferðamannahópurinn.

Sarah Chu segir að þeir Kínverjar sem sækja Ísland heim hafi tiltölulega langa viðdvöl, skoði landið vel og verji hlutfallslega meiru af ferðapeningum sínum í kaup á varningi og veitingum en gestir frá öðrum þjóðum. Chu er sérfræðingur hjá sænska ráðgjafarfyrirtækinu Nordic Business House (www.nbh.se) sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu með áherslu á kínverska neytendur. Hún heldur erindi á fræðsluviðburði kínverska...