Einhverjir hafa brugðið á það ráð að flytja til láglaunasvæða til að hafa það aðeins betra í ellinni. Auðvitað er það skiljanlegt. Jafnvel þótt ekki væri nema bara til að losna við endalausar lægðir í janúar.

Síðustu vikur hefur gengið yfir alda frásagna um hvað Ísland sé ömurlegt þegar kemur að því að draga fram lífið. Fram hafa komið alls kyns sögur frá fólki sem býr erlendis sem segir að við séum að gera gamla fólkinu algjörlega ómögulegt að draga fram lífið. Ísland sé dýrasta land í heimi.

Engu skiptir þótt endalausar rannsóknir sýni að fá lönd hafi meiri kaupmátt og betri lífsskilyrði.

Það er allt miklu betra í útlöndum.

Og rökin eru sannfærandi. Við heyrum margar sögur af fólki á Íslandi sem hefur það skítt og það efast enginn um þær. Og ég veit ekki hvað ég hef heyrt margar sögur um fólk í útlöndum sem er bara alltaf úti að borða og það kostar nánast ekki neitt á meðan það er rándýrt á Íslandi. Flestar koma frá Spáni en líka frá Ungverjalandi. Við skulum taka þessi tvö lönd sem dæmi.

Það er klárlega rétt að verðlag er mjög hátt á Íslandi og miklu lægra á Spáni. Sérstaklega þegar kemur að

...