Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

„Við stöndum mjög vel og erum í hámarki hamingjunnar í augnablikinu,“ segir Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. „Við erum á góðum stað í góðu húsi í hæstu hæðum á Vatnsendahæðinni, byggjum á traustum grunni, erum mjög framarlega í forvarnarmálum og í sífelldri endurnýjun.“

Starfsemin er í raun tvíþætt. Annars vegar er félagsstarfið, þar sem boðið er upp á dagskrá í hverri viku, og síðan forvarnarstarfið á opinberum vettvangi, sem er í höndum framkvæmdastjórnar og felst meðal annars í því að senda inn umsagnir vegna til dæmis frumvarpa um breytingar á áfengislöggjöfinni.

Samkomubannið vegna kórónuveirunnar hefur haft áhrif á starfsemina, eins og á aðra félagastarfsemi, og til dæmis varð að aflýsa fyrirhuguðu gömludansakvöldi í gærkvöldi auk þess sem annað félagsstarf og námskeið liggja niðri þar til annað verður

...