Baksvið

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Hlaupskorpumöttull og appelsínumöttull eru á meðal fimm nýrra tegunda möttuldýra sem hafa greinst við landið á síðustu tveimur árum. Þetta eru þekktar framandi ágengar tegundir víða um heim og gætu haft neikvæð áhrif á lífríkið, en einnig atvinnustarfsemi.

Náttúrustofa Suðvesturlands sérhæfir sig í rannsóknum á útbreiðslu og framvindu framandi tegunda í sjó á landsvísu. Í ársskýrslu stofunnar fyrir 2019 segir að framandi ágengar tegundir séu önnur helsta ógnin við líffræðilegan fjölbreytileika á heimsvísu.

Suðupunktur landnáms

„Samhliða hækkandi sjávarhita og auknum sjóflutningum eykst hættan á flutningi framandi tegunda sífellt. Í dag er suðvestanvert landið suðupunktur landnáms framandi tegunda sökum tíðra skipaflutninga, en til þessa hafa um 90% framandi tegunda fundist þar fyrst,“ segir

...