Forseti Bandaríkjanna lætur hermenn ryðja burt friðsömum mótmælendum til þess að hægt sé að taka mynd af honum með biblíu í hendi. Svipmyndin er svo heimskuleg að Hollywood léti sér ekki detta svona þvæla í hug.

Þegar Trump var kosinn óttuðust margir að hann gæti gert skelfilega hluti, en aðrir voru vissir um að Bandaríkin, brjóstvörn lýðræðisins, hefðu næga öryggisventla. Reynslan sýnir þvert á móti að Trump gengur sífellt lengra, hótar andstæðingum, rekur þá sem eiga að gæta þess að reglum sé fylgt og hefur þær að engu. Hann dregur Bandaríkin út úr alþjóðasamvinnu, reisir múra, berst markvisst gegn viðskiptum þjóða á milli og býr til ímyndaða óvini eins og djúpríkið .

Í leikritinu Brennuvargarnir eftir Max Frisch segir frá Biedermann, virðulegum borgara, sem leigir tveimur náungum herbergi í húsi sínu. Í borginni er íkveikjufaraldur og áhorfendur

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson