Í dag kannast flestir við hugtakið „meme“ og tengja það við fyndnar myndir og myndbönd sem dreifa sér um netheima. En hugtakið á sér mun lengri sögu og víðtækari skírskotun. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Ferill Ricks Astley gekk í endurnýjun lífdaga þegar fólk var platað til að horfa á myndband hans.
Ferill Ricks Astley gekk í endurnýjun lífdaga þegar fólk var platað til að horfa á myndband hans. — AFP

Fyrsta apríl 2008 lét myndbandssíðan YouTube netverja hlaupa apríl. Notast var við smellbeitu þar sem fólk hélt að það væri að fara að horfa á eitt af myndböndunum á forsíðu síðunnar. Í stað þess að sjá rétt myndband birtist tónlistarmyndband frá 9. áratugnum við lagið Never Gonna Give You Up með tónlistarmanninum Rick Astley.

Aðdragandinn að aprílgabbinu var að á þessum árum var vinsælt að gefa upp hlekk á internetinu af spennandi myndbandi. Í stað þess að sjá myndbandið lentu netverjar á fyrrnefndu tónlistarmyndbandi og skömmuðust sín með rentu að hafa verið plataðir til að ýta á hlekkinn. Kallaðist þetta „rickrolling“ og var ég ósjaldan gabbaður á mínum yngri árum sem olli mér mikilli gremju.

Myndbandið með Rick Astley varð að því sem kallast „meme“ (borið fram „mím“) og hefur ekki enn öðlast íslenskt heiti þó sumir kalli það jarm (því me-me er auðvitað hljóðið sem kindurnar gefa frá sér). Fyrir flestum eru jörm fyndin myndbönd

...