Einu sinni kynntist ég fyrirtæki þar sem agi var mikill, reglur um snyrtilegan klæðaburð, mætingar og viðveru strangar og áhersla lögð á að starfsmenn virtu verkferla og lykju verkefnum. Reksturinn gekk ágætlega, en mér fannst reglurnar allt of stífar fyrir minn smekk, nýkominn úr akademísku frelsi þar sem menn máttu haga sér eins og þeim sýndist. Ég spurði starfsmann hvort fólki fyndist ekki þrúgandi að vinna við slíkar aðstæður. Svarið kom mér á óvart.

„Nei“, sagði hann. „Við sjáum að reglurnar gilda um alla, yfirmenn gera sömu kröfur til sín og annarra. Hér eru engar prímadonnur, engir séra Jónar.“ Þetta reyndist viðhorf flestra starfsmanna. Þeim þótti vænt um fyrirtækið sitt og það naut velgengni.

Líklega eru fáar atvinnugreinar sem fólk hefur meiri skömm á en stjórnmál. Flestir Íslendingar eru sammála um að Trump Bandaríkjaforseti sé einhver mesti kjáni sem sest hefur á valdastól hin seinni ár. Bandaríkjamenn eru þó ekki

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson