Eftir Helga Gunnlaugsson: „Greinin er svar við grein sem Símon Sigvaldason skrifaði í blaðið 8. júlí um afplánun refsinga á Íslandi vegna nýútkominnar skýrslu dómsmálaráðherra.“
Helgi Gunnlaugsson
Helgi Gunnlaugsson

Nýlega lagði dómsmálaráðherra fram skýrslu starfshóps með tillögum til að stytta boðunarlista Fangelsismálastofnunar til afplánunar refsinga. Listinn hefur lengst mjög á síðustu árum og skiptir nú hundruðum dómþola. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skrifaði grein í Morgunblaðið 8. júlí síðastliðinn þar sem hann finnur að ýmsu í tillögunum og fullnustu refsinga hér á landi. Einkum gagnrýnir hann þá tilhneigingu að dómþolar sem hljóti óskilorðsbundna fangelsisrefsingu afpláni dóm sinn utan veggja fangelsa. Þar sem ég átti sæti í starfshópnum finnst mér við hæfi að benda á nokkur atriði og jafnframt viðra önnur sjónarmið.

Okkar hlutverk í starfshópnum var afmarkað og vel skilgreint af ráðherra. Stytta skyldi biðlista eftir afplánun dóma án þess að auka kostnað og ógna réttaröryggi borgaranna. Boðunarlistinn felur að stórum hluta í sér vægari refsingar meðan dómþolar fyrir alvarleg brot hefja afplánun í fangelsi að jafnaði fljótt.

...