Eftir Andrés Magnússon: „Með dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem gekk fyrr í þessum mánuði, er Páli gert að brjóta niður og fjarlægja legsteinasafnið, sem var nær tilbúið til notkunar.“
Andrés Magnússon
Andrés Magnússon

Allir þeir fjölmörgu sem heimsótt hafa listamanninn Pál á Húsafelli ljúka lofsorði á listsköpun hans. Það er fyrir flesta mikil upplifun að sjá hann flytja verk þekktustu tónskálda veraldar á steinhörpuna sína. Það er ekki síður mikil upplifun að sjá hvernig hann breytir grjóti í listaverk og portrettverkin hans af nágrönnum hans í uppsveitum Borgarfjarðar og þjóðþekktum Íslendingum eiga engan sinn líka. Hann vinnur verk sín af hógværð og á enga ósk heitari en að fá að sinna listsköpun sinni í sátt við Guð og menn. Páll er friðarins maður.

Á undanförnum árum hafa vinir Páls og fjölskylda lyft grettistaki við að skapa honum viðunandi vinnuaðstöðu. Nú má segja að sú vinna sé nokkurn veginn í höfn. Þá var draumur hans um legsteinasafn að verða að veruleika, safn sem geyma átti safn legsteina sem öldum saman voru settir á leiði fólks víðs vegar um Borgarfjörð. Efni í þessa legsteina var sótt í Bæjargilið fyrir ofan Húsafell, hið sama gil og Páll sækir

...