Eftir Árna Sigurjónsson og Sigurð Hannesson: „Með fjórðu stoðinni undir efnahag Íslands sköpum við störf og verðmæti til að standa undir þeim lífsgæðum sem landsmenn þekkja og vilja búa við.“
Árni Sigurjónsson
Árni Sigurjónsson — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Okkar bíður stórt verkefni og það má engan tíma missa. Óveðursskýin vofðu yfir íslensku efnahagslífi í lok síðasta árs og kólnun hagkerfisins var staðreynd. Stóra álitamálið var og er hvernig skapa eigi verðmæti framtíðar. Á nýliðnu Iðnþingi kom fram að skapa þarf 60 þúsund störf til ársins 2050 eða sem samsvarar 40 störfum á viku hverri næstu þrjá áratugina. Stórauka þarf einnig verðmætasköpun til að standa undir þeim samfélagslega kostnaði sem hlýst af kórónuveirunni. Á sama tíma og hlúa þarf að þeim atvinnugreinum sem umfangsmestar eru þarf að festa nýja stoð – fjórðu stoðina – í sessi. Brýnt er að skipta um kúrs og gera þetta að forgangsmáli.

Í megindráttum eru þrjár stoðir útflutnings, sjávarútvegur, orkusækinn iðnaður og ferðaþjónusta. Nú hriktir í tveimur stoðunum. Ferðaþjónusta á undir högg að sækja um heim allan vegna veirufaraldursins. Hömlur eru á ferðalögum og ferðavilji fólks er minni meðan á faraldrinum stendur. Þá eru blikur á lofti

...