Ragnar Árnason: „Borgarlínan styttir e.t.v. ferðatíma fyrir tiltölulega fáa strætisvagnafarþega en veldur frekari umferðartöfum fyrir alla hina. Því eru yfirgnæfandi líkur á að þjóðhagslegt núvirði borgarlínu sé neikvætt.“
Ragnar Árnason
Ragnar Árnason

Í grein minni í Morgunblaðinu 29. október sl ræddi ég þann mikla kostnað sem óþarfa umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu leggja á íbúana. Vegna plássleysis nefndi ég þar ekki að þessar umferðartafir rýra einnig skilvirkni atvinnulífsins á svæðinu og leggja þar með enn frekari byrðar á samfélagið.

Þessar umferðartafir eru óþarfar vegna þess að fyrir hendi eru og hafa lengi verið margir tiltölulega ódýrir kostir til að bæta umferðarflæðið í Reykjavík svo um munar. Hagfræðilegt mat á þessum kostum bendir til að þjóðhagsleg arðsemi margra þeirra sé mjög mikil og miklu meiri en borgarlínunnar, sem virðist raunar hafa neikvætt núvirði eins og ég benti á í greininni.

Borgarlínan er fyrir fáa

Í stað þess að framkvæma hagkvæmustu valkostina til að draga úr umferðartöfum og bæta með því hag allra borgarbúa hafa borgaryfirvöld í Reykjavík kosið að einblína á borgarlínuna. Samkvæmt nýlegri skýrslu...