Jónína fæddist á Akureyri 26. mars 1957 en ólst upp á Húsavík. Hún var dóttir hjónanna Ástu Ottesen, f. 25. febrúar 1928, d. 16. júní 1980, og Benedikts Ingvars Helgasonar, f. 30. september 1926, d. 12. janúar 2012. Jónína var þriðja í röð fimm systkina. Hin eru Hólmfríður Sigrún, f. 1950, Pálmi, f. 1952, Helga, f. 1963, og Ingibjörg Sara, f. 1965.

Jónína var þrígift. Fyrsti eiginmaður hennar var Sveinn Eyjólfur Magnússon, þá Stefán E. Matthíasson og síðan Gunnar Þorsteinsson. Börn hennar og Stefáns Einars eru: 1) Jóhanna Klara, f. 1984, eiginmaður hennar er Stefán Bjarnason og eiga þau tvö börn, Stefán Kára, f. 2012, og Kristínu Emblu, f. 2018. 2) Matthías, f. 1986, sambýliskona hans er Heiða Anita Hallsdóttir. 3) Tómas Helgi, f. 1989, sambýliskona hans er Elísabet Snjólaug Reinhardsdóttir. Tómas Helgi á tvíburana Matthías Þór og Ásdísi Þóru, f. 2017, með Kolbrúnu Freyju Davidsen.

Jónína ólst upp á Húsavík þar sem hún spilaði handbolta

...