Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson: „Ég hef metnað til að búa vel að þessum svæðum en stór skref hafa verið stigin á þessu kjörtímabili í þá átt, bæði með aukinni landvörslu og uppbyggingu innviða sem skýla náttúrunni.“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Ósnortin náttúra er auðlind sem fer hratt þverrandi á heimsvísu. Friðlýst svæði á Íslandi spanna allt frá fossum og hellum til heilu þjóðgarðanna og ná yfir margt af því merkasta og dýrmætasta í náttúru landsins. Svæðin hafa hlotið vernd í þeim tilgangi að tryggja að komandi kynslóðir fái notið þeirra, rétt eins og við.

Aukin vernd og bætt aðgengi

Eðli málsins samkvæmt hafa friðlýst svæði mikið aðdráttarafl. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að friðlýstu svæðin hafi sterka innviði sem stuðla að vernd þeirra og auðvelda fólki aðgengi að perlum íslenskrar náttúru, án þess að hún hljóti skaða af. Í þeim tilgangi var fjármagn sett í Landsáætlun um uppbyggingu innviða í upphafi þessa kjörtímabils en í krafti áætlunarinnar er nú á hverju ári varið um milljarði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum á landinu.

Dyrhólaey, Þingvellir,

...