Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Engin ný veitingahús verða opnuð í kjölfar nýjustu tilslakana á sóttvarnareglum sem gildi tóku í gær og sömuleiðis engin veitingahús sem staðið hafa lokuð um hríð. Þetta fullyrða þeir aðilar í veitingageiranum í miðborg Reykjavíkur sem Morgunblaðið ræddi við. Það væri enda glapræði að opna ný veitingahús við núverandi aðstæður, þar sem þeir aðilar sem eru með staði sína opna berjast margir í bökkum.

Einn veitingamaður óttaðist að margir staðir væru orðnir gjaldþrota eða á leið í þrot en annar taldi að einhverjir hefðu haft opið eingöngu til að njóta fyrirgreiðslu stjórnvalda. Margir væru á síðustu dropunum.

Tónlistar- og athafnamaðurinn Helgi Björnsson, sem ásamt Guðfinni Karlssyni veitingamanni ætlaði að opna veitingastað á Hótel Borg á síðasta ári, hefur frestað sínum fyrirætlunum um óákveðinn tíma, eða þar til betur árar í

...