Eftir Þórarin Ævarsson: „Er ekki hægt að gera þá lágmarkskröfu á forsvarsmenn eins stærsta verkalýðsfélags Íslands að þeir reyni í það minnsta að námunda sig við sannleikann í stað þess að fabúlera út í loftið?“
Þórarinn H. Ævarsson
Þórarinn H. Ævarsson

Nú nýverið var birt ársfjórðungsskýrsla kjaramálasviðs stéttarfélagsins Eflingar. Þar kom ásamt öðru fram, að á síðasta ársfjórðungi 2020 hefðu orðið til 56 launakröfur á rúmlega 40 fyrirtæki, samtals að upphæð rúmar 46 milljónir, vegna vangoldinna launa.

Efling kýs að kalla þessar kröfur launaþjófnað og hafa forsvarsmenn stéttarfélagsins farið mikinn í fjölmiðlum. Niðurstöðurnar eru túlkaðar í þá veru að þetta sé stórt, mikið og vaxandi vandamál. Þá er þess krafist að löggjafinn grípi til harðra sektarákvæða, því hér sé um að ræða mein sem breiði stöðugt úr sér og hér sé að alast upp heil kynslóð atvinnurekenda sem einfaldlega sé með viðskiptamódel sem geri ráð fyrir þessu.

Reyndar gengur Efling lengra, því forsvarsmenn félagsins vilja taka yfir málaflokkinn frá hinu opinbera, en ef það raungerðist, þá væru þeir kærandi, rannsakandi og dómari í málinu, en það stríðir gegn meira og minna öllum þeim viðmiðum sem sæmilega þenkjandi

...