Öðru hvoru koma upp mál sem vekja svo mikla reiði landsmanna að allt leikur á reiðiskjálfi. Í nokkra daga. Svo dettur allt í dúnalogn aftur.

Flestum veitist auðvelt að sjá smámál meðan þau stærri sem blasa við eru látin óátalin. Enn gildir gamla þversögnin um flísina og bjálkann.

Þegar einhver telur að aðrar reglur gildi um hann en allan almenning þá er það spilling. Hún er þó hálfu verri þegar fest er í lög að ekki gildi sömu reglur um alla. Verst er landlægt misrétti með stuðningi Alþingis og flestra stjórnmálaflokka. Og gott og heiðarlegt fólk viðheldur óréttlætinu með atkvæði sínu.

Nokkur dæmi: Sumir hafa hálfan kosningarétt á við aðra. Sérvalinn aðall hefur einkarétt á gæðum sjávar á spottprís. Almenningur er látinn borga okurverð fyrir landbúnaðarafurðir og kallað stuðningur við bændur.

Vilhjálmur Bjarnason, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði áleitinna spurninga um spillingu í

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson