Það hefur ekki farið fram hjá neinum að enn á ný hefur veiran lekið inn í samfélag okkar gegnum landamærin. Enn er ekki vitað hve margir hafa sýkst í nýjustu „hópsýkingunni“. Vonandi náum við utan um smitin sem þegar eru greind án þess að fjórða bylgja faraldursins brjótist út.

Ég mæli fyrir munn mjög margra þegar ég alhæfi og segi: Við erum búin að fá nóg. Hann er með hreinum ólíkindum þessi eilífi hringlandaháttur við að taka afgerandi og fyrirbyggjandi ákvarðanir hvað varðar landamærin sem allir vita að eru veikasti hlekkurinn í okkar sóttvörnum. Stigin hafa verið hænuskref í rétta átt en alls ekki nógu stór.

Spyrja má í hvaða þágu landamærunum er haldið lekum í stað tryggum? Reynslan hefur kennt okkur hversu smitandi þessi veira er. Ég hef frá upphafi viljað beita öllum varnaðaraðgerðum gegn veirunni á landamærunum, í því skyni að freista þess að halda samfélaginu okkar opnu innan þeirra. Forsenda þess er að...

Höfundur: Inga Sæland