Eftir Pétur Stefánsson: „Fyrir nokkrum árum tóku stjórnvöld ákvörðun um að lækka stúdentsprófsaldur og stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Undirritaður var einn þeirra sem hafði efasemdir um þessa ráðstöfun.“
Pétur Stefánsson
Pétur Stefánsson

Við erum að upplifa undarlega tíma. Það er næstum eins og heimurinn hafi stöðvast um stund. Við erum svolítið eins og Lísa í Undralandi, vitum varla hvar við erum og því síður hvert við eigum að fara. Það eina sem við vitum er að heimurinn verður öðruvísi.

Markmið eftir Covid

Það liggur fyrir að endurræsa samfélagið þegar upp styttir eftir Covid, trúlega eitthvað í breyttri mynd. Þetta gefur okkur tilefni til að endurmeta meginmarkmið þjóðfélagsins, skilgreina í hvernig samfélagi við viljum búa. Ef við erum sammála um markmiðið, þá er auðveldara að verða sammála um leiðirnar. Ég þarf raunar ekki að eyða í það löngu máli fyrir mitt leyti. Ég mundi vilja lifa í öflugu menningarsamfélagi í fögru landi. Menningin er dýrmæt fyrir andlega vellíðan og lífsfyllingu fólksins. En menningin er dýr, góðir skólar og auðugt listalíf. Þróttmikil menning verður því einungis byggð á öflugu atvinnulífi og þá er ég kominn...