Úrskurður siðanefndar Ríkisútvarpsins um að Helgi Seljan hafi gerst sekur um alvarleg brot á siðareglum með færslum sínum á samfélagsmiðlum um Samherja og stjórnendur hans hefur vakið verðskuldaða athygli. Enn frekar kannski vegna viðbragðanna úr Efstaleiti, sem eru öll á þá leið að þetta sé nú allt einhvern veginn ómark og siðareglurnar gallaðar. Ekki er ómögulegt að þannig sé það, en merkilegt samt að starfsmenn Rúv. skuli ekki hafa kvartað undan þessum vondu siðareglum fyrr en eftir að úrskurður fellur gegn einum þeirra, og því verði að breyta þeim, ekki seinna en strax.

Týr í Viðskiptablaðinu drepur á þetta og rifjar upp viðbrögðin þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fyrst þingmanna fundin sek um brot á siðareglum Alþings:

„Nú hefur siðanefnd RÚV komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaður ríkisfjölmiðilsins hafi gerst brotlegur við siðareglur RÚV með skrifum sínum á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin nú ríma við viðbrögð Pírata, það

...