Eftir Roy Pedersen: „Innleiðing JP4-löggjafar ESB í Noregi er umdeild af því að hún felur í sér einkavæðingu járnbrautanna og hunsar tveggja stoða kerfi EES-samningsins.“
Roy Pedersen
Roy Pedersen

Hæstiréttur Noregs hefur úrskurðað að einfaldur meirihluti dugi í Stórþinginu við afgreiðslu Járnbrautarpakka 4 (JP4) frá ESB. Hæstiréttur var ekki spurður um og lagði þess vegna ekki mat á afleiðingar þess fyrir EES-samninginn að innleiðingin verði samkvæmt einnar stoðar fyrirkomulagi.

Raunveruleikinn hér er sá að valdframsal mun eiga sér stað beint til ESB-stofnana, sem er andstætt fyrirkomulagi EES-samningsins, þar sem ESB og EFTA eru tvær aðskildar stoðir. Þetta ætti að valda hugarangri hjá öllum þeim Norðmönnum og Íslendingum sem hafa litið á EES-samninginn sem málamiðlun innanlands og sem varanlegan valkost við ESB-aðild.

Ef JP4 verður samþykktur samkvæmt frumvarpi Solberg-stjórnarinnar flytjast völd, m.a. yfir stjórnun aðgengis og öryggis á norskum járnbrautarteinum, til ESB-stofnunar járnbrauta – ERA, framkvæmdastjórnar ESB og ESB-dómstólsins, sem sagt til ESB-stofnana, þar sem Noregur nýtur ekki atkvæðisréttar eða á

...