Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir búið að bóka um helming flugsæta hjá félaginu í júlí. Hins vegar sé ágúst orðinn þéttbókaður og fyrstu vikurnar í haust.

„Þetta kemur heim og saman við það sem við heyrum frá öðrum í ferðaþjónustunni. Júlí er frekar rólegur en svo er farið að þéttast í ágúst og inn í haustið. Við erum að fá bókanir innanlands og frá Evrópu,“ segir Birgir en áfangastaðirnir eru sýndir á grafinu hér til hliðar.

Varðandi Breta segir hann þá ekki vera að ferðast jafn mikið næstu vikur og ætlað var. Hins vegar séu þeir farnir að bóka ferðir í haust.

Áhugi í stórborgunum

Hvað varðar Berlín og París sé nú meira um bókanir frá heimamönnum en Íslendingum frá miðjum ágúst.

„Ágúst er farinn að líta þokkalega út. Mælikvarðar okkar benda til að hann sé að verða eins

...