Eftir Chris Patten: „Slík háttsemi ber engan vott um þá sjálfsögðu virðingu, sem siðmenntaðar og samstarfsfúsar þjóðir verða að sýna hver annarri.“
Chris Patten
Chris Patten

George Shultz heitinn, fjármálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Richards Nixons og utanríkisráðherra stjórnar Ronalds Reagans, er eitt mesta valmenni sem gegnt hefur opinberri stöðu í Bandaríkjunum hin síðari ár. Eitt sinn, þegar ég var síðasti landstjóri Breta í Hong Kong, réð hann mér heilt í samskiptum við Alþýðulýðveldið Kína.

Benti Shultz mér á, að eftir langan feril í viðskiptum og stjórnmálum væri reynsla hans sú, að kínverskir kommúnistar reyndu ávallt að skilgreina samband sitt við önnur ríki algjörlega á eigin forsendum. Kína skyldi vera ígildi ægifagurs og ómetanlegs kínversks vasa gagnvart okkur hinum á vettvangi stjórnmálanna. Við mættum virða hann fyrir okkur, jafnvel snerta hann, með því skilyrði að við misstum dýrgripinn ekki á gólfið með því að segja eða aðhafast eitthvað það, sem kostaði okkur velvilja stórveldisins.

Að mínu viti er þessi samlíking um viðhorf Kínverja ágæt. Hins vegar verða slík samskipti

...