Eftir Jóhannes Loftsson: „Skaði sóttvarnaaðgerða er margfaldur á við skaða Covid-19.“
Síðasta sumar varð veruleg auking á andlátum yngri en 55 ára.
Síðasta sumar varð veruleg auking á andlátum yngri en 55 ára.

Frá maí fram í nóvember 2020 létust 35 þúsund fleiri Bandaríkjamenn á aldrinum 15-64 ára úr öðru en Covid en í meðalári. Svipuð leitni var víða um lönd. Andlátin eru talin tengjast frestun læknisþjónustu og geðheilbrigði.

Engin slík greining hefur farið fram hérlendis en upplýsingar um andlát má finna í tilraunatölfræði Hagstofunnar. Andlát yngri en 55 ára eru mjög óvenjuleg. Frá lokum júní 2020 fram yfir fyrstu 9 vikur 2021 (8,5 mánuðir) hafa 33 fleiri látist á þessum aldri en meðaltal þeirra þriggja til fjögurra ára á undan sem tilraunatölfræðin nær til. Þar af urðu 26 umframandlát bara frá júnílokum fram í september (3 mánuðir), sem er 54% aukning og samsvarar einu viðbótarandláti þriðja hvern dag. Meðalaldurinn var ekki nema 38 ár. Til samanburðar er meðalaldur þeirra 29 Íslendinga sem látist hafa úr Covid um 85 ár. Mælt í töpuðum lífárum er skaði þessara andláta sem mögulega má rekja til sóttvarnaaðgerða orðinn tífaldur á við skaða

...