Gunnhildur Sif Oddsdóttir Unnur Freyja Víðisdóttir „Það er ekki við hæfi að tala svona við fólk sem er að reyna að skilja, og reyna að tala íslensku og reyna að standa sig vel,“ segir Jón Viðar Stefánsson, deildarstjóri verslunarsviðs hjá...

Gunnhildur Sif Oddsdóttir

Unnur Freyja Víðisdóttir

„Það er ekki við hæfi að tala svona við fólk sem er að reyna að skilja, og reyna að tala íslensku og reyna að standa sig vel,“ segir Jón Viðar Stefánsson, deildarstjóri verslunarsviðs hjá N1. Að sögn Jóns kemur það fyrir að fyrirtækinu berist kvartanir og að viðskiptavinir láti það fara í taugarnar á sér að ekki sé allt starfsfólk hjá N1 íslenskumælandi. Þá segir hann viðskiptavini stundum láta það bitna á starfsfólkinu sjálfu.

„Auðvitað er þetta bara brotabrot þeirra sem koma. Langflestir eru bara kurteisir og almennilegir en það kemur alveg fyrir, sérstaklega núna þegar það er mikið að gera, að við fáum þessar ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum, að það sé ekki eingöngu íslenskt starfsfólk sem vinni hjá okkur.“ Kvartanirnar snúa að því að starfsfólkið tali ekki nógu góða íslensku. Jón Viðar bendir þó á að þótt ekki tali allt starfsfólkið fullkomna íslensku

...