Skógareldar og flóð

Beggja vegna Atlantshafs má segja að veiran og loftslagsmál yfirgnæfi aðrar þjóðfélagsumræður. Veiruna þarf ekki að skýra, en það er athyglisvert að í Evrópu, og þá sérstaklega í Þýzkalandi og Belgíu, tengja menn nú saman loftslagsmálin og mikil flóð sem þar hafa orðið og valdið gífurlegri eyðileggingu.

Hið sama hefur gerzt í Bandaríkjunum vegna gífurlegra skógarelda þar að undanförnu. Þessar náttúruhamfarir eru nú óhikað skýrðar með loftslagsbreytingum eins og heyra mátti á ræðu Johns Kerrys, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og nú sérstaks erindreka Bidens í loftslagsmálum, í London fyrir nokkrum dögum.

Því má svo bæta við að síðustu daga hafa borizt fréttir um víðtæka skógarelda í Síberíu og mikil flóð í Kína.

Það er minna um slíkar umræður hér en þær gætu blossað upp í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa áhrif á hafstrauma sem aftur hafa áhrif á fiskgengd.

Hingað til hefur

...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is