Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

Oddur Þórðarson

oddurth@mbl.is

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé undir dómurum sjálfum komið að meta hæfi sitt þegar þeir taka að sér störf utan þeirra dómstóla sem þeir sitja við. Þar vísar Katrín til Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, sem tók að sér að gera álitsgerð að beiðni Katrínar á meðan hann sat sem dómari.

Álitsgerðin snerist með almennum hætti um heimildir sóttvarnalaga og var hún birt 20. september sl.

Katrín segir að ekki sé óvenjulegt að dómarar taki að sér störf eins og álitsgerðir að beiðni stjórnvalda.

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardag, þar sem hann lýsir gagnrýni sinni í garð Páls.

Að beiðni ráðherra

„Ég og heilbrigðisráðherra lögðum fram þá tillögu í ríkisstjórn að fá Pál Hreinsson til að skrifa...