Í Kaupmannahöfn Steinunn við tvo af skúlptúrum innsetningar sinnar , Armors, á Kongens Nytorv í hjarta Kaupmannahafnar nú í vikunni.
Í Kaupmannahöfn Steinunn við tvo af skúlptúrum innsetningar sinnar , Armors, á Kongens Nytorv í hjarta Kaupmannahafnar nú í vikunni.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður hefur staðið í ströngu í Danmörku í vikunni við uppsetningu á sýningum í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Eru skúlptúrarnir 27 talsins eftir Steinunni sem sýndir eru í borgunum og verkefnið því afar umfangsmikið.

Þegar blaðamaður nær tali af Steinunni á mánudegi er hún á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn að leggja lokahönd á uppsetningu verka sinna þar á sýningu sem nefnist Armors og förinni næst heitið til Óðinsvéa. Þar verður sýningin Connections haldin, í samstarfi við SDU-háskólann.

Eitt stórt heildarverkefni

Steinunn er beðin að segja frá sýningunum tveimur og segir hún að líta megi á þær sem eitt stórt heildarverkefni. „Þannig lítum við á þetta, ég og samstarfsmaður minn James Rogers, prófessor við háskólann í...