Ég fór í Smáralindina að kjósa utankjörfundar um daginn. Ég var bara með símann á mér og ætlaði að nýta mér nýtt rafrænt ökuskírteini sem skilríki. En mér var vísað frá þar sem ég var ekki með nein önnur skilríki. Úr því varð lítil frétt. Í kjölfarið höfðu fjölmiðlar samband við dómsmálaráðuneytið sem lýsti því yfir að rafræn ökuskírteini bæri að taka gild sem skilríki þegar fólk kæmi að kjósa í alþingiskosningum. Ég fór því í gær og gerði nákvæmlega það.

Frábært, ekki satt?

Ekki alveg. Í fyrradag birti tölvuöryggisfyrirtækið Syndis úttekt á innleiðingu rafrænna ökuskírteina á Íslandi og fjallaði meðal annars um fýluferð mína á utankjörfund. Úttektin er ítarleg útlistun á því hvernig Stafrænt Ísland, átaksverkefni fjármálaráðuneytisins í innleiðingu á rafrænum lausnum í opinberri stjórnsýslu, hefði klúðrað grundvallaröryggismálum við gerð rafrænna ökuskírteina. Tölvulæs einstaklingur gæti komist framhjá svokallaðri rafrænni

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson