Merktur Helsinginn Laki sést hér í miðjum hópnum og þekkist af staðsetningartækinu sem hann ber um hálsinn. Skaftárhreppur styrkir hálsmerki Laka. Myndin var tekin í gæsarétt þar sem helsingjunum var smalað saman.
Merktur Helsinginn Laki sést hér í miðjum hópnum og þekkist af staðsetningartækinu sem hann ber um hálsinn. Skaftárhreppur styrkir hálsmerki Laka. Myndin var tekin í gæsarétt þar sem helsingjunum var smalað saman. — Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon

Gæsir af þremur tegundum bera nú tæki sem skrá ferðir þeirra og senda upplýsingarnar með SMS. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, hefur sinnt slíkum merkingum á grágæsum og helsingjum. Hann hefur merkt alls 25 grágæsir með staðsetningartækjum og nú eru tíu grágæsir með virka senda. Skosk umhverfisstofnun (NatureScot) lagði fram 33 senda til grágæsamerkinga í sumar og hafa Arnór, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa Austurlands þegar merkt 22 gæsir með þeim.

Tæki voru sett á fimm helsingja í fyrra og fjóra í sumar. Tveir voru merktir á Breiðamerkursandi og fengu nöfnin Guðrún eldri og Hálfdán eftir systkinunum frá Kvískerjum. Kvískerjasjóður styrkti verkefnið. Guðrún eldri var skotin um síðustu helgi og líklega drap tófa helsingja sem fékk tæki í fyrra. Tækin er hægt að nota áfram.

Tveir helsingjar voru merktir með staðsetningartækjum á Álftaversafrétti. Skaftárhreppur styrkti kaup á öðrum sendinum og fékk

...