Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Á annað hundrað sindraskeljar hafa fundist í Hvalfirði og við ósa Hafnarár í Borgarfirði á þessu ári. Sindri Gíslason, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, telur miklar líkur á að þessi nýbúi á Íslandi eigi eftir að breiðast nokkuð hratt út norður með Vesturlandi og norður fyrir land. Hvort hægt verði að nýta fiskinn úr skelinni, sem þykir lostæti, segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós, hversu mikill þéttleikinn verði og hversu víða hún dreifist.

Nöfnin sótt í goðafræðina

Árið 1957 fundust tvær dauðar skeljar af hnífskeljaætt í Lónsfirði. Tegundin var greind sem Ensis magnus og fékk heitið fáfnisskel sem sótt var í norræna goðafræði. Engum sögum fór síðan af hnífskeljum á íslenskum fjörum fyrr en á gamlársdag í fyrra þegar nokkrar dauðar hnífskeljar fundust í Hvalfirði. Í lok febrúar

...