Verðlaunuð Hildur Knútsdóttir.
Verðlaunuð Hildur Knútsdóttir.

Hin alþjóðlega IceCon-bókmenntahátíð, þar sem fantasíur, vísindaskáldsögur og hrollvekjur eru í hávegum hafðar, verður haldin í þriðja sinn í dag og næstu daga, 5. til 7. nóvember, í Veröld, húsi Vigdísar. IceCon gefur aðdáendum furðusagna hér á landi tækifæri til að spjalla við rithöfunda og gesti.

Heiðursgestir hátíðarinnar nú eru margverðlaunaðir rithöfundar, Mary Robinette Kowal og Ted Chiang, sem hafa bæði hlotið Hugo- og Nebula-bókmenntaverðlaunin, og Hildur Knútsdóttir hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Meðal annarra höfunda sem taka þátt eru Alexander Dan, Emil Hjörvar Petersen, Giti Chandra, Yrsa Sigurðardóttir og Þórey Mjallhvít. Dagskrána má sjá á síðunni icecon-reykjavik.is.